Michael Jackson slær met

Hér veifar Jackson aðdáendum sínum í Tokyo í Japan árið …
Hér veifar Jackson aðdáendum sínum í Tokyo í Japan árið 2007. KIYOSHI OTA

Dánarbú söngvarans Michael Jacksons hefur nú gert útgáfusamning við Sony níu mánuðum eftir dauða poppstjörnunnar. Samningurinn er einn sá stærsti í sögunni og gefur Sony leyfi til að gefa út óútgefið efni og eldra til ársins 2017. Samningurinn tryggir Jackson-dánarbúinu 250 milljónir dollara auk tekna byggða á sölutölum. Þetta kemur fram á ef Lundúnarblaðsins Times.

Samningurinn slær öll met og eru svo góðir samningar fátíðir. Geta má að Sony gerði 110 milljón dollara samning við Bruce Springsteen fyrir fimm árum og útgáfufyrirtækið Live Nation gerði 150 milljóna dollara samning við Jay-Z árið 2008.

Tónlist Jackson seldist best allra listamanna í Bandaríkjunum á síðasta ári. 8,3 milljónir platna seldust og 12,4 milljónum laga hans var halað niður af netinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir