Stakk leikkonu með orðuprjóni

Marion Cotillard hrópar upp yfir sig af sársauka þegar Frederic …
Marion Cotillard hrópar upp yfir sig af sársauka þegar Frederic Mitterrand nælir á hana orðunni. Reuters

Frönsku leikkonunni Marion Cotillard brá að vonum í brún í gær þegar Frederic Mitterrand, menningarmálaráðherra Frakklands, sæmdi hana orðu fyrir framlag sitt til franskrar menningar. Ráðherrann ætlaði að næla orðunni í barm Cotrillard en fórst það óhönduglega og stakk prjóninum í leikkonuna.

Cotrillard hrópaði upp yfir sig og Mitterrand, sem brá einnig, reyndi að hugga kvikmyndastjörnuna, sem fékk Óskarsverðlaun árið 2008 fyrir að leika Edith Piaf í myndinni La Vie En Rose. 

Leikkonan var fljót að jafna sig og sló á létta strengi eftir að Mitterand hafði loks tekist að hengja Chevalier de l'Ordre des Arts et des Lettres orðuna á hana.

Mitterand heiðraði einnig bandaríska leikstjórann Tim Burton, sem verður formaður dómnefndar kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í maí. Nýjasta mynd hans, Lísa í Undralandi, verður frumsýnd í Frakklandi í næstu viku.

Cotillard varpar öndinni léttar eftir að hafa fengið orðuna.
Cotillard varpar öndinni léttar eftir að hafa fengið orðuna. Reuters
Tim Burton þakkar fyrir sig.
Tim Burton þakkar fyrir sig. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar