Ekki hrifnir af íslenska laginu

Hera Björk í Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Hera Björk í Söngvakeppni Sjónvarpsins. mbl.is/Eggert

Blaðamenn VG í Noregi eru ekki sérlega hrifnir af framlagi Íslands í Evrovision-söngvakeppninni, sem fer fram í Ósló í lok maí. Segja þeir að Je Ne Sais Quoi, sem Hera Björk flytur, sé hræðilegt eurodanslag ættað frá miðjum 10. áratug síðustu aldar.

„Ný Björk frá Íslandi?" spyr blaðið. „Tja, við getum að minnsta kosti fellt þessa," bætir það við. Á öðrum stað í umfjölluninni segir, að því minna sem sagt sé um íslenska lagið því betra.

Blaðamennirnir eru hins vegar uppnumdir yfir norska laginu My Heart Is Yours, sem Didrik Solli-Tangen flytur. Segir VG að því fleiri lög, sem heyrist þeim mun betur hljómi þessi hjartnæma ballaða. 

Umfjöllun VG

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar