Sandra Bullock í sárum

Jesse James og Sandra Bullock á Óskarsverðlaunahátíðinni.
Jesse James og Sandra Bullock á Óskarsverðlaunahátíðinni. Reuters

Sandra Bullock hefur aflýst fyrirhuguðu flugi til Bretlands í næstu viku og öllum kynningum tengdum myndinni The Blind Side eftir að upp komst að maður hennar Jesse James hélt framhjá henni með húðflúrsfyrirsætu.

Framhjáhaldið átti sér stað á meðan Sandra var við tökur á myndinni The Blind Side en hún vann til óskarsverðlauna sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir þá mynd. Jesse James á að hafa sagt fyrirsætunni Michelle „Bombshell“ McGee að hjónaband hans og Söndru væri lokið og segist Michelle aldrei hafa komið til hugar að vera með Jesse ef svo væri ekki.

Michelle sagðist hafa sent Jesse mynd af sér til að athuga hvort möguleiki væri á að hún gæti setið fyrir á kynningarefni fyrir fyrirtæki hans West Coast Choppers. Hann hafi strax haft samband og gefið til kynna að hann hefði hug á mun nánara samstarfi.

Hún segist hafa heimsótt Jesse á skrifstofu hans að kvöldi til. Þau hafi endað á sófanum og síðan hist reglulega að minnsta kosti tvisvar í viku á fimm vikna tímabili.

Jesse var yfirlýsingaglaður eftir að Sandra vann til óskarsverðlaunanna, sagði hana hafa hafa sýnt sér ómetanlegan stuðning og því ætti hún allan sinn stuðning skilinn. Hann næði ekki andanum yfir því hvað hún væri frábær og falleg og engin ætti verðlaunin betur skilið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar