Skagfirðingar í lopapeysum óskast

Lopapeysur eru vinsæll klæðnaður og ekki spillir fyrir ef Skagfirðingur …
Lopapeysur eru vinsæll klæðnaður og ekki spillir fyrir ef Skagfirðingur er í peysunni. mbl.is/Ásdís

Ragnheiður Eiríksdóttir, áhugamanneskja um prjónaskap, hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hún óskar eftir Skagfirðingum í lopapeysum. Taka á upp mynddisk um lopapeysuprjón á morgun og biður hún alla Skagfirðinga sem vettlingi til að mæta í Skagfirðingabúð og að sjálfsögðu í lopapeysu.

Tökurnar fara að stærstum hluta fram í Skagafirði, nánar tiltekið á Kárastígnum á Hofsósi þar sem langamma og langafi Ragnheiðar Eiríksdóttur, prjónafrumkvöðuls, áttu heima.

„Það er svo skemmtilegt hvað lopapeysan er vinsæll klæðnaður um allt land. Okkur langar að ýkja þetta aðeins með því að fá fullt af fólki í lopapeysum til að mæta í Skagfirðingabúð og taka þannig þátt í að búa til þennan disk. Vonandi verður hann til að breiða út hróður lopapeysunnar enn víðar því diskurinn kemur út á nokkrum tungumálum", segir Ragnheiður í fréttatilkynningu.
 
Lopapeysuklæddir eru því sérstaklega beðnir að mæta í Skagfirðingabúð á morgun klukkan 17:30.

Ragnheiður Eiríksdóttir er mikil prjónakona
Ragnheiður Eiríksdóttir er mikil prjónakona mbl.is/Rax
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar