Dorrit krefur breskt blað um afsökunarbeiðni

Dorrit Moussaieff.
Dorrit Moussaieff. mbl.is/Árni Sæberg

Dorrit Moussaieff, forsetafrú, hefur krafið breska blaðið Sunday Telegraph um afsökunarbeiðni og að dregin verði til baka frétt, sem skrifuð var fyrir tæpum hálfum mánuði. Þar sagði að Dorrit og kaupsýslumaðurinn Vincent Tchenguiz, bróðir Roberts Tchenguiz, hefðu eitt sinn átt í sambandi og Dorrit hafi kynnt bræðurna fyrir íslenskum kaupsýslumönnum.   

Örnólfur Thorson, forsetaritari, segir við Fréttablaðið í dag, að  Dorrit hafi falið lögmanni sínum að hafa samband við umræddan blaðamann og blaðið og fari hún fram á formlega afsökunarbeiðni og að fréttin verði dregin til baka.

Um er að ræða dálk, sem Johnatan Russel skrifaði í Telegraph 6. mars og þar er fjallað um fólk tengt bankaheiminum, þar á meðal Tchenguizbræðurna og sagt að þeir deili nú við íslensk stjórnvöld um milljarða punda. 

„Enginn veit hvar þetta endar. En ég get sagt þér hvar það byrjaði.  Vincent Tchenguiz var eitt sinn í sambandi við Dorrit Moussaieff, sem er nú betur þekkt sem eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Og, að því að mér skilst, með þeim fyrstu sem kynnti  Tchenguizbræðurna fyrir blóma íslenska fjármálalífsins," segir blaðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan