Dorrit krefur breskt blað um afsökunarbeiðni

Dorrit Moussaieff.
Dorrit Moussaieff. mbl.is/Árni Sæberg

Dor­rit Moussai­eff, for­setafrú, hef­ur krafið breska blaðið Sunday Tel­egraph um af­sök­un­ar­beiðni og að dreg­in verði til baka frétt, sem skrifuð var fyr­ir tæp­um hálf­um mánuði. Þar sagði að Dor­rit og kaup­sýslumaður­inn Vincent Tchenguiz, bróðir Roberts Tchenguiz, hefðu eitt sinn átt í sam­bandi og Dor­rit hafi kynnt bræðurna fyr­ir ís­lensk­um kaup­sýslu­mönn­um.   

Örn­ólf­ur Thor­son, for­seta­rit­ari, seg­ir við Frétta­blaðið í dag, að  Dor­rit hafi falið lög­manni sín­um að hafa sam­band við um­rædd­an blaðamann og blaðið og fari hún fram á form­lega af­sök­un­ar­beiðni og að frétt­in verði dreg­in til baka.

Um er að ræða dálk, sem Johnatan Rus­sel skrifaði í Tel­egraph 6. mars og þar er fjallað um fólk tengt banka­heim­in­um, þar á meðal Tchenguizbræðurna og sagt að þeir deili nú við ís­lensk stjórn­völd um millj­arða punda. 

„Eng­inn veit hvar þetta end­ar. En ég get sagt þér hvar það byrjaði.  Vincent Tchenguiz var eitt sinn í sam­bandi við Dor­rit Moussai­eff, sem er nú bet­ur þekkt sem eig­in­kona Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, for­seta Íslands. Og, að því að mér skilst, með þeim fyrstu sem kynnti  Tchenguizbræðurna fyr­ir blóma ís­lenska fjár­mála­lífs­ins," seg­ir blaðið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú er samstilltur árstíðinni og sólin skín á hugmyndinar sem spretta innra með þér. Gættu þess að ríghalda ekki í einhvern af óöryggi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Col­leen Hoo­ver
4
Sofie Sar­en­brant
5
Tove Al­ster­dal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú er samstilltur árstíðinni og sólin skín á hugmyndinar sem spretta innra með þér. Gættu þess að ríghalda ekki í einhvern af óöryggi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Col­leen Hoo­ver
4
Sofie Sar­en­brant
5
Tove Al­ster­dal