Fjöruverðlaunin bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt á Góuhátíð í dag. Ingunn Snædal hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir í flokki fræðirita, Kristín Arngrímsdóttir í flokki barnabóka og Margrét Örnólfsdóttir í flokki unglingabóka.
Enski metsöluhöfundurinn Kate Mosse flutti erindi um enski kvennabókmenntaverðlaunin, en hún átti þátt í að koma sambærilegum verðlaunum á legg á Bretlandseyjum, og afhenti síðan verðlaunin. Ingunn Snædal hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir ljóðabókina komin til að vera, nóttin, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir í flokki fræðirita fyrir Á mannamáli - leiðarvísir að réttlæti, Kristín Arngrímsdóttir í flokki barnabóka fyrir Arngrímur apaskott og fiðlan og Margrét Örnólfsdóttir í flokki unglingabóka fyrir Aþena (ekki höfuðborgin í Grikklandi;).