Eina eintakið af Lista Schindlers í einkaeigu hefur verið boðið til sölu. Seljandinn vill fá 2,2 milljónir dollara fyrir listann, eða sem nemur 280 milljónum íslenskra króna. Á listanum er nafn 801 gyðings sem bjargað var úr helförinni af Oskar Schindler. Bandaríski leikstjórinn Steven Spielberg sagði síðar söguna kvikmyndinni Listi Schindlers.
Listinn er þrettán blaðsíður og dagsettur 18. apríl 1945. Ekki verður um uppboð að ræða en fremur fyrirkomulagið „fyrstur kemur, fyrstur fær,“ að sögn Gary Zimet, sérfræðings í stríðsminjagögnum og ritstjóri söfnunarvefjarins Moments InTime, en Zimet sér um söluna.
Sjö útgáfur voru til af listanum en aðeins er vitað um fjórar til viðbótar þeirri sem nú er til sölu.
Bandaríski leikstjórinn Steven Spielberg tók Lista Schindler upp á sína arma þegar hann gerði samnefnda kvikmynd árið 1993.
Schindler réð vinnukraft úr röðum gyðinga, ekki af hugsjón, heldur fékk hann þá fyrir lítið frá herforingjunum, einkum Amon Goeth, harðsvíruðum stjónanda vinnubúðanna í Plaszow. Enginn skortur á mannskap í stríðsbyrjun. En augu hans opnuðust er tók að halla á ógæfuhliðina hjá gyðingum, gettóinu gjöreytt, meðlimir hins „óæðri kynstofns" skotnir eins og hundar að tilefnislausu.
Samviska þessa alræmda lífsnautnamanns vaknaði og er Schindler komst á snoðir um „lokalausn" foringjans fór hann að nota auð sinn og völd til að leysa út fyrrum starfsmenn sína sem biðu dauða síns í Auschwitz og víðar.