Listi Schindlers til sölu fyrir 2,2 milljónir dollara

Steven Spielberg gerði kvikmyndina um lista Schindlers árið 1993.
Steven Spielberg gerði kvikmyndina um lista Schindlers árið 1993.

Eina ein­takið af Lista Schindlers í einka­eigu hef­ur verið boðið til sölu. Selj­and­inn vill fá 2,2 millj­ón­ir doll­ara fyr­ir list­ann, eða sem nem­ur 280 millj­ón­um ís­lenskra króna. Á list­an­um er nafn 801 gyðings sem bjargað var úr hel­för­inni af Osk­ar Schindler. Banda­ríski leik­stjór­inn Steven Spiel­berg sagði síðar sög­una kvik­mynd­inni Listi Schindlers.

List­inn er þrett­án blaðsíður og dag­sett­ur 18. apríl 1945. Ekki verður um upp­boð að ræða en frem­ur fyr­ir­komu­lagið „fyrst­ur kem­ur, fyrst­ur fær,“ að sögn Gary Zi­met, sér­fræðings í stríðsminja­gögn­um og rit­stjóri söfn­un­ar­vefjar­ins Moments InTime, en Zi­met sér um söl­una.

Sjö út­gáf­ur voru til af list­an­um en aðeins er vitað um fjór­ar til viðbót­ar þeirri sem nú er til sölu.

Banda­ríski leik­stjór­inn Steven Spiel­berg tók Lista Schindler upp á sína arma þegar hann gerði sam­nefnda kvik­mynd árið 1993.

Schindler réð vinnukraft úr röðum gyðinga, ekki af hug­sjón, held­ur fékk hann þá fyr­ir lítið frá her­for­ingj­un­um, einkum Amon Goeth, harðsvíruðum stjón­anda vinnu­búðanna í Plaszow. Eng­inn skort­ur á mann­skap í stríðsbyrj­un. En augu hans opnuðust er tók að halla á ógæfu­hliðina hjá gyðing­um, gettó­inu gjör­eytt, meðlim­ir hins „óæðri kyn­stofns" skotn­ir eins og hund­ar að til­efn­is­lausu.

Sam­viska þessa al­ræmda lífs­nautna­manns vaknaði og er Schindler komst á snoðir um „loka­lausn" for­ingj­ans fór hann að nota auð sinn og völd til að leysa út fyrr­um starfs­menn sína sem biðu dauða síns í Auschwitz og víðar.

Komið með hóp gyðinga til Auschwitz í maí 1944.
Komið með hóp gyðinga til Auschwitz í maí 1944. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú ert gæddur náttúrulegri forvitni um umhverfi þitt og hún er með mesta móti í dag. Aðrir vilja endilega létta af þér byrðinni og þá gæs er best að grípa
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú ert gæddur náttúrulegri forvitni um umhverfi þitt og hún er með mesta móti í dag. Aðrir vilja endilega létta af þér byrðinni og þá gæs er best að grípa
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir