Segjast hafa haldið við eiginmann Bullock

Jesse James og Sandra Bullock.
Jesse James og Sandra Bullock. Reuters

Jesse James, eiginmaður bandarísku leikkonunnar Söndru Bullock, virðist hafa tekið við keflinu af kylfingnum Tigers Woods sem miðpunktur bandarískra hneykslismála því hver konan á fætur annarri stígur nú fram og segist hafa átt í ástarsambandi við James á síðustu misserum. 

Upp komst um James þegar fyrirsætan Michelle McGee upplýsti í viðtali við vefinn InTouch um miðjan mánuðinn að hún hefði átt í ástarsambandi við hann undanfarna 11 mánuði. Í kjölfarið bárust fréttir af því, að Bullock væri flutt út úr húsi þeirra hjóna.

Í gær sagðist nektardansmærin Melissa Smith hafa átt í sambandi við James í tvö ár eftir að hann kvæntist Bullock. Hún seldi tímaritinu Star í Bandaríkjunum sögu sína.

Í dag skýrði slúðuðurvefurinn  TMZ.com  frá því, að Brigitte Daguerre, ljósmyndari sem er búsett í Los Angeles, segist hafa átt í stuttu ástarsambandi við James árið 2008. Segist hún hafa undir höndum 195 SMS frá James sem sanni þetta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup