Góður vinur Gerard Butler síðan í Bjólfskviðu

Ólafur Darri og Gerard Butler eru góðir vinir.
Ólafur Darri og Gerard Butler eru góðir vinir. Golli

Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson hefur verið góður vinur skoska leikarans Gerard Butler síðan þeir léku saman í Bjólfskviðu. Ólafur Darri heimsótti Butler til dæmis í New York síðasta sumar, þar sem sá síðarnefndi var við tökur á kvikmyndinni Bounty Hunters, og þá vörðu þeir góðum tíma saman á kvikmyndahátíðinni í Toronto um árið.

„Hann er búinn að reynast okkur góður vinur, mér, Ingvari og Gísla, sem vorum með honum í Bjólfskviðu. Honum þykir afskaplega vænt um Ísland og vill alltaf koma hingað öðru hverju. Finnst þetta kannski vera landið sem jarðtengir hann,“ segir Ólafur Darri.

Hann segir afar sérstakt að fylgjast með fárinu í kringum Butler og viðbrögðum fólks þegar skoska stjarnan mætir á svæðið. „Ég hef umgengist hann þegar konur eru að öskra á hann á frumsýningum. Gjörsamlega öskra og maður hugsar bara: „Hvað er að gerast hérna?“ Þetta er bara ekkert venjulegt líf. En mér finnst hann takast ótrúlega vel á við þetta og hann hefur eitthvert jafnaðargerð sem er aðdáunarvert.“

Nánar í Monitorblaðinu, sem kom út í gær. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.

Gerard Butler og Jennifer Aniston á frumsýningu Bounty Hunters.
Gerard Butler og Jennifer Aniston á frumsýningu Bounty Hunters. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar