Ricky Martin kominn út úr skápnum

Ricky Martin með börnum sínum tveimur, sem nú eru á …
Ricky Martin með börnum sínum tveimur, sem nú eru á þriðja ári.

Poppstjarnan Ricky Martin hefur nú opinberlega komið út úr skápnum og bundið þar með enda á áralangar vangaveltur fólks um kynhneigð hans.

Martin, sem er frá Puerto Rico, hefur selt yfir 60 milljón plötur á ferli sínum sem spannar ein 30 ár. Hann segir á heimasíðu sinni að honum finnist hann hafa „notið blessunar með því að vera sá sem hann er".

Hann útskýrir að hann hafi haldið kynhneigð sinni leyndri svo lengi vegna þess að ráðgjafar hafi sagt honum að með því að koma út úr skápnum myndi hann skaða feril sinn alvarlega. Stærsti smellur Ricky Martin er án vafa „Livin‘ La Vida Loca" sem kom út árið 1999 og náði toppsæti vinsældarlista í yfir 20 löndum.

Martin er nú faðir tveggja barna með hjálp staðgöngumæðra. „Í dag hef ég sætt mig við samkynhneigð mína sem gjöf sem gefur mér líf," segir hann á heimasíðu sinni. Sú ákvörðun hans að skrifa endurminningar sínar hjálpaði honum í að opinbera loksins „hluti sem voru allt af alvarlegir til að birgja þá inni".

Ferill Marin hófst á 9. Áratugnum með strákabandinu Menudo frá Puerto Rico.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar