Ísland uppáhaldsstaður Gerards Butlers

Gerard Butler.
Gerard Butler. Reuters

Skoski leikarinn Gerard Butler, sem er einn vinsælasti Hollywoodleikarinn um þessar mundir, segir í viðtali við breska blaðið News of the World, að tveir uppáhaldsstaðir hans séu Skotland og Ísland.

„Það er eitthvað við Ísland - harðneskja. Það er eitthvað afar frumstætt í umhverfinu, eitthvað óútskýranlegt sem hefur áhrif á mig þegar ég stend þar. Maður fer yfir jökla eða stendur á svartri sandströndu. Maður stendur á tindi eldfjalls og það leggur gufu upp úr jörðinni í kringum þig. Þarna eru hverir; maður sér þessa hluti hvergi annarstaðar. Og fólkið er mjög andlega sinnað."

Blaðamaður News of the World spyr Butler hvenær hann hafi fallið fyrir Íslandi. „Ég lék í kvikmynd þar árið 2005 sem nefndist Bjólfur og Grendill. Fyrst dvaldi ég í Svíþjóð í ár og fór síðan til Íslands. Og það var frábært - ég ber mikla ást til landsins," segir Butler.

Hann segir að íslensk tónlist ljúkist upp þegar menn eru komnir til Íslands. „Einhver magnaðasta reynsla sem ég hef orðið fyrir var þegar ég var sóttur á flugvöllinn og við námum staðar í auðninni miðri. Það var kolniðamyrkur og norðurljósin léku sér á himninum. Við stoppuðum til að taka myndir og við spiluðum Sigur Rós. Ég mun aldrei gleyma því. Þetta var djúp og mögnuð tilfinning - og ég upplifði fleiri slík augnablik á Íslandi. Ég eignaðist frábæra vini þara, mér leið afar vel."

Í viðtalinu upplýsir Butler einnig, að hann hafi gaman að því að klæða sig í kvenmannsföt og mála sig. „En ég ætti sennilega ekki að segja frá þessu," bætir hann við.

Viðtalið við Gerard Butler

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan