Rokkhátíðin aldrei verið stærri

Hljómsveitin Dikta vakti mikla lukku í gærkvöldi.
Hljómsveitin Dikta vakti mikla lukku í gærkvöldi. mbl.is/Ernir

Rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði, Aldrei fór ég suður, hefur aldrei verið stærri en í ár að sögn Kristjáns Freys Halldórssonar eins skipuleggjenda hátíðarinnar. Tæplega fjörtíu atriði voru á dagskránni í ár en hátíðin hófst klukkan 18 á föstudag og lauk henni upp úr klukkan 2 síðustu nótt. Var þetta í sjöunda skipti sem hátíðin er haldin.

„Þetta var eiginlega lyginni líkast hvernig allt gekk upp að lokum því þetta hefur aldrei verið tæpara hjá okkur en í ár. Við vorum í vandræðum með húsnæði í aðdraganda hátíðarinnar og því fylgdi að sjálfsögðu magapína. Það leystist farsællega en vandamálið var að KNH var með skurðgröfu í pörtum í skemmunni. Við höfðum hugsað íþróttahúsið sem plan b en þá myndi hátíðin missa hluta af sínum sjarma og því vorum við ekki spenntir fyrir þeim valkosti,“ sagði Kristján Freyr í samtali við mbl.is í dag. Kristján bendir á að flugsamgöngur hafi farið úr skorðum um tíma en þá hafði þó ekki teljandi áhrif. „Það tókst að leysa öll slík mál og hátíðin gekk smurt. Það myndaðist aldrei dauður punktur í dagskránni. Vegna áðurnefndra þátta þá var enn sætara að ná því að láta dæmið ganga upp,“ sagði Kristján sem er trommuleikari hljómsveitarinnar Reykjavík! Kristján tók einnig lagið með sínum gömlu félögum í hljómsveitinni Geirfuglarnir í gær. Hann sagði skipuleggjendur hátíðarinnar vera í skýjunum með hátíðina og stemninguna sem myndaðist. 

„Þetta var frábært og það var þvílík stemning. Það voru bara allir í stuði. Þó það hafi vissulega verið mjög troðið þá var magnað hvað allir voru í góðum fíling. Það er ekki sjálfgefið. Við vitum ekki hversu margir komu á hátíðina og höfum ekki spáð í það. Það var enginn að telja gestina og okkur vantar Geir Jón til þess að skjóta á töluna,“ sagði Kristján léttur en bendir jafnframt á að aðstandendur hátíðarinnar séu farnir að glíma við lúxusvandamál vegna þeirra gífurlegu vinsælda sem rokkhátíðin nýtur.

„Hátíðin hefur aldrei verið stærri og dagskráin innihélt tæplega fjörtíu atriði. Við buðum upp mörg flott atriði frá heimamönnum í bland við stórar kanónur úr tónlistarbransanum. Vegna stærðarinnar þá mun nefndin væntanlega setjast niður og velta fyrir sér framhaldinu. Hvort mögulegt sé að halda áfram á þessari braut,“ sagði Kristján en tók fram að slíkar vangaveltur væru á frumstigi.

Aldrei fór ég suður er að mörgu leyti sérstakur viðburður. Áhorfendur greiða engan aðgangseyri og tónlistarmenn fá ekki greitt fyrir að koma fram. Skipuleggjendur hátíðarinnar bera hins vegar kostnað af því að flytja tónlistarfólkið vestur þegar þess þarf og sjá einnig um uppihald. Þann kostnað hefur nefndinni tekist að brúa með framlögum frá styrktaraðilum og sölu varnings á hátíðinni. Kostnaður hefur eðlilega aukist í takti við stækkun hátíðarinnar. 

Frá hátíðinni í gær.
Frá hátíðinni í gær. mbl.is/Ernir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan