Stúlknasveitin The Charlies, sem áður nefndist Nylon, undirbýr sig af fullum krafti fyrir væntanlega Ameríkuför. Liður í undirbúningnum var að fara í detox, en stúlkurnar hafa dvalið á meðferðarstöð Jónínu Ben í Reykjanesbæ undanfarna daga. „Þetta er æðislegt,“ segir Klara Ósk, meðlimur Charlies.
„Það er gott fyrir okkur að vera hérna saman og stilla saman strengina. Ég finn hvað maður verður miklu skýrari í kollinum af þessu og líður á allan hátt betur. Fólk kemur ofboðslega orkumikið út úr þessu. Við þurfum auðvitað að vera þróttmiklar og með hausinn í lagi þegar við förum út,“ segir Klara, en Charlies gerði plötusamning við útgáfufyrirtækið Hollywood Records í fyrra.
Það hefur varla farið framhjá mörgum að Jónína og Gunnar í Krossinum gengu í það heilaga á dögunum, en Gunnar er einmitt líka í detox. Klara segir hann hafa komið sér skemmtilega á óvart. „Hann er algjör húmoristi. Ég bjóst eiginlega ekki við því að hann væri svona sniðugur,“ segir Klara.
Nánar í nýjasta Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.