Umboðsmaður Sex Pistols látinn

Malcolm McLaren.
Malcolm McLaren. Reuters

Malcolm McLaren, sem var umboðsmaður bresku pönksveitarinnar Sex Pistols og bandarísku sveitarinnar New York Dolls á áttunda áratug síðustu aldar, lést á heimili sínu í New York í dag, 64 ára að aldri. Hann barðist við krabbamein síðustu æviárin.

McLaren hafði gríðarleg áhrif á dægurtónlist á ofanverðri 20. öld. Hann var bjó um tíma með breska fatahönnuðinum Vivienne Westwood og þau stofnuðu fataverslun við King's Road í Lundúnum á áttunda áratug aldarinnar. Sonur þeirra er Joseph Corre, sem stofnaði undirfataverslunina  Agent Provocateur.

Tónlistarblaðamaðurinn Jon Savage, sem hefur skrifað mikið um Sex Pistols og pönk, sagði að McLaren hefði haft gríðarleg áhrif á dægurmenningu og félagslega þróun í Bretlandi.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir