Malcolm McLaren, sem var umboðsmaður bresku pönksveitarinnar Sex Pistols og bandarísku sveitarinnar New York Dolls á áttunda áratug síðustu aldar, lést á heimili sínu í New York í dag, 64 ára að aldri. Hann barðist við krabbamein síðustu æviárin.
McLaren hafði gríðarleg áhrif á dægurtónlist á ofanverðri 20. öld. Hann var bjó um tíma með breska fatahönnuðinum Vivienne Westwood og þau stofnuðu fataverslun við King's Road í Lundúnum á áttunda áratug aldarinnar. Sonur þeirra er Joseph Corre, sem stofnaði undirfataverslunina Agent Provocateur.
Tónlistarblaðamaðurinn Jon Savage, sem hefur skrifað mikið um Sex Pistols og pönk, sagði að McLaren hefði haft gríðarleg áhrif á dægurmenningu og félagslega þróun í Bretlandi.