Segja Kanann hafa valdið tugþúsunda tjóni

Lýðvarpið af­henti í dag lög­regl­unni ör­bylgju­mót­tak­ara og út­varps­sendi sem hafði verið komið fyr­ir án vit­und­ar Lýðvarps­ins í sendiaðstöðu fé­lags­ins í Bláfjöll­um, að því er kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu Lýðvarps­ins til fjöl­miðla, und­ir­ritaðri af Jóni Pétri Lín­dal.

„Tugþúsunda tjón varð er hinir óprúttnu út­varps­menn klipptu á kapla út­varps­send­is Lýðvarps­ins til að tengja í heim­ild­ar­leysi nýj­an út­varps­sendi inn á loft­nets­mast­ur Lýðvarps­ins. Lýðvarpið er með út­varps­leyfi á tíðninni 100.5 til 15 janú­ar 2012. Ráðgerðar voru breyt­ing­ar á staðsetn­ingu út­varps­mast­urs­ins að beiðni Póst og fjar­skipta­stofn­un­ar, en þar sem ekki var kom­in end­an­leg niðurstaða frá stofn­un­inni í því máli áður en vet­ur gekk í garð, var ákveðið að fresta fram­kvæmd­um til vors vegna erfiðra aðstæðna yfir vetr­ar­tím­ann. 

Af þess­um sök­um hef­ur starf­semi Lýðvarps­ins verið í lág­marki und­an­farna mánuði og notuðu nýju út­varps­menn­irn­ir sér það tæki­færi til að brjót­ast inná rás og búnað Lýðvarps­ins þrátt fyr­ir að hafa áður fengið upp­lýs­ing­ar um hinar fyr­ir­huguðu breyt­ing­ar frá fram­kvæmda­stjóra Lýðvarps­ins," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Segja Ein­ar hafa verið í óleyfi

Furðar Lýðvarpið sig á yf­ir­lýs­ing­um Ein­ars Bárðar­son­ar til fjöl­miðla um mis­gjörðir af hálfu Lýðvarps­ins. Hon­um hafi verið full­kunn­ugt um að hann væri í óleyfi á þess­um út­send­ing­arstað. Ein­ari hafi jafn­framt verið til­kynnt fyrr í dag að Lýðvarpið hefði til­kynnt at­hæfið til lög­regl­unn­ar. 

Einar Bárðaron ásamt fleira starfsfólki á Kananum.
Ein­ar Bárðaron ásamt fleira starfs­fólki á Kan­an­um. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú kemur með eitthvað nýtt, skrautlegt eða tæknilegt inn á heimilið í dag, hugsanlega einhverja græju. Sjálfsagi getur verið erfiður í byrjun en venst eins og allt annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú kemur með eitthvað nýtt, skrautlegt eða tæknilegt inn á heimilið í dag, hugsanlega einhverja græju. Sjálfsagi getur verið erfiður í byrjun en venst eins og allt annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son