Útvarpssendi Kanans stolið

Einar Bárðarson telur sig vita hver tók sendinn.
Einar Bárðarson telur sig vita hver tók sendinn. mbl.is

Útvarpssendi útvarpsstöðvarinnar Kanans hefur verið stolið. Sendirinn var staðsettur í Bláfjöllum og þegar starfsmenn Kanans fóru í Bláfjöll í dag til að kanna hvort sendirinn hefði verið tekinn úr sambandi þá gripu þeir í tómt. Sendirinn hafði verið skrúfaður niður og fjarlægður.

Sendirinn, sem er í eigu útvarpsstöðvarinnar, kom til landsins fyrir þremur vikum og sendi út á tíðninni FM 100,5. En þeirri tíðni fékk Kaninn úthlutað af Póst- og fjarskiptastofnun er útsendingum Lýðvarpsins var hætt. Lýðvarpið hafði áður verið með sendi á sama stað í Bláfjöllum.

Víkurfréttir hafa eftir Einar Bárðarsyni, útvarpsstjóra Kanans, að þjófnaðurinn hafi verið tilkynntur til lögreglu. Hann hafi enn fremur sterkan grun um hverjir standi að sendahvarfinu og taldi líklegt lögreglan sæki hann í dag.

Einar kvað sér ekki vera skemmt og að hann muni sækja málið af hörku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar