Søren Rønholt er danskur ljósmyndari sem er um þessar mundir að vinna að verkefni um fegurð hinnar norrænu konu.
Hann ætlar sér að ljósmynda tíu konur frá hverri Norðurlandaþjóðanna naktar á heimilum sínum. Søren er væntanlegur til landsins í dag og verður hér til 18. apríl.
Í tilkynningu um verkefnið segir: „Með verkefninu vill Søren endurskoða þær hugmyndir sem eru við lýði í nútímasamfélagi um fegurð sem helst birtist okkur á fótósjoppuðum myndum glanstímarita.“
Sýningar verða haldnar í hverju þátttökulandi og ljósmyndabók verður gefin út. „Søren hefur margra ára reynslu sem tískuljósmyndari þar sem hugmyndir um hina svokölluðu „fullkomnu“ fegurð færast sífellt fjær raunveruleikanum. Með verkefninu vill hann endurhugsa þessa ímynd.“
Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.