Hafði ekki lyst á gjafabréfinu

Vilhjálmur Bjarnason.
Vilhjálmur Bjarnason. Brynjar Gauti

„Ég hef ekki lyst á því að taka við gjafabréfi frá Iceland Express sem hluthafi í Glitni,“ segir Vilhjálmur Bjarnason lektor í Morgunblaðinu í dag, spurður um ástæðu þess að hann hafnaði gjafabréfinu sem sigurlaun í úrslitaþætti Útsvars, spurningakeppni sveitarfélaganna, í Sjónvarpinu í gærkvöldi.

Pálmi Haraldsson í Fons er aðaleigandi Iceland Express en Glitnir er stærsti kröfuhafinn á þrotabú Fons.

,„Ætli þau fái sér ekki kampavín og ég kannski skála í sódavatni því ég er keyrandi, en auðvitað fögnum við þessu,“ sagði Vilhjálmur að keppni lokinni í gærkvöldi. Hann sagðist aldrei áður hafa unnið almennilega keppni áður, ekki svo hann mundi, en með honum í liði Garðbæinga, er báru sigurorð af Reykvíkingum, voru Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Elías Karl Guðmundsson, nemi í MR, en fyrir stuttu var hann í sigurliði skólans í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna.

Nánar í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað sem einu sinni var fullnægjandi umbun virðast hreinir smámunir núna. Eyddu ekki tímanum í volæði heldur taktu til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað sem einu sinni var fullnægjandi umbun virðast hreinir smámunir núna. Eyddu ekki tímanum í volæði heldur taktu til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup