Hafði ekki lyst á gjafabréfinu

Vilhjálmur Bjarnason.
Vilhjálmur Bjarnason. Brynjar Gauti

„Ég hef ekki lyst á því að taka við gjafabréfi frá Iceland Express sem hluthafi í Glitni,“ segir Vilhjálmur Bjarnason lektor í Morgunblaðinu í dag, spurður um ástæðu þess að hann hafnaði gjafabréfinu sem sigurlaun í úrslitaþætti Útsvars, spurningakeppni sveitarfélaganna, í Sjónvarpinu í gærkvöldi.

Pálmi Haraldsson í Fons er aðaleigandi Iceland Express en Glitnir er stærsti kröfuhafinn á þrotabú Fons.

,„Ætli þau fái sér ekki kampavín og ég kannski skála í sódavatni því ég er keyrandi, en auðvitað fögnum við þessu,“ sagði Vilhjálmur að keppni lokinni í gærkvöldi. Hann sagðist aldrei áður hafa unnið almennilega keppni áður, ekki svo hann mundi, en með honum í liði Garðbæinga, er báru sigurorð af Reykvíkingum, voru Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Elías Karl Guðmundsson, nemi í MR, en fyrir stuttu var hann í sigurliði skólans í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna.

Nánar í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir