„Ég vil vekja athygli á því að ástandið er slæmt í þjóðfélaginu; mörg börn missa pabba sinn og mömmu vegna alkóhólisma og eiturlyfjanotkunar.“
Þetta segir Kristmundur Axel Kristmundsson, sigurvegari í Söngkeppni framhaldsskóla, um textann við lagið sem hann flutti. Textinn fjallar um alkólisma föður hans og vakti flutningurinn mikla athygli.
Sjá nánar um þetta og keppnina í Morgunblaðinu í dag.