Aflýsir brúðkaupi ársins

Magðalena með systur sinni Viktoríu krónprinsessu.
Magðalena með systur sinni Viktoríu krónprinsessu.

Ekkert verður af fyrirhuguðu brúðkaupi Magðalenu, yngstu dóttur Karls Svíakonungs og Sylvíu drottningar. Magðalena ætlaði nú í sumar að giftast Jónasi Bergström og voru þegar komnar á loft lýsingar í sænskum fjölmiðlum um brúðkaup ársins.

Sylvía Svíadrottning hefur hins vegar tilkynnt sænska dagblaðinu Aftonbladet að ekkert verði af brúðkaupinu. „Það verður því miður ekkert brúðkaup í ár. Það segir sig sjálft. Það hefur margt gerst og ákafinn er mikill,“ sagði Sylvía.

Magðalena prinsessa trúlofaðist lögfræðingnum Bergström í ágúst í fyrra. Undanfarið hafa sænskir fjölmiðlar hins vegar gert sér mat úr því að turtildúfurnar hafa lítið sést saman undanfarnar vikur og vangaveltur verið uppi um hvort erfiðleikar væru í sambandinu.

Er ein ástæða þessa sögð sú að Magðalena telur Bergström meta vinnu sína og vini meira en sig.

Þó Magðalena og Bergström séu ennþá opinberlega par, getur ástæða þess einfaldlega verið sú að sænska konungsfjölskyldan vill ekki varpa skugga á brúðkaup Viktoríu krónprinsessu og Daníels Westling, sem fer fram 19. júní nk.

Spurningin á allra vörum er nú hvort það verði Bergström sem leiðir Magðalenu inn kirkjugólfið við þá athöfn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen