„Ég vildi gera þetta svona frekar en að fara í Laugardalshöllina. Mig langaði til að halda upp á þetta afmæli með því að fara aftur til baka, en svona byrjaði þetta allt saman.
Með því að ferðast frá einum stað til annars með gítarinn að vopni. Og í þetta skipti býð ég,“ segir Bubbi Morthens sem fagnar þrjátíu ára útgáfuafmæli með tónleikum um land allt.
Bubba var úthlutað listamannalaunum í fyrsta skipti á ferlinum og ætlar hann því að bjóða fólki á tónleika sína sem hefjast á morgun í Flateyrarkirkju og enda 8. maí í Keflavík.
Sjá nánar samtal við Bubba í Morgunblaðinu í dag.