Opnunarteiti Bíódaga Græna ljóssins var haldin í kvöld með óvissusýningum í fjórum bíósölum. Í einum sal var sýnd myndin Trash Humpers sem fjallar um gamalt fólk sem riðlast á ruslagámum, eins og það er orðað á vefsíðu Græna ljóssins. Nær allir gestir af þeim 35 sem komast í salinn gengu út.
Gestirnir munu þó ekki hafa yfirgefið salinn í fússi og margir hverjir gengu brosandi út og þáðu veitingar í staðinn af skipuleggjanda hátíðarinnar, Ísleifi Þórhallssyni. Hátíðin hefst formlega á morgun en myndirnar sem sýndar eru á henni má kynna sér á graenaljosid.is.