Pabbi í meðferð og á batavegi

Kristmundur Axel hefur vakið verðskuldaða athygli.
Kristmundur Axel hefur vakið verðskuldaða athygli. Ernir

„Lífið leikur við mig þessa dagana,“ segir Kristmundur Axel Kristmundsson, sem sigraði í söngvakeppni framhaldsskólanna um síðustu helgi. Kristmundur söng lagið Komdu til baka, eins og frægt er orðið, en lagið fjallar um föður hans sem hafði verið óvirkur alkóhólisti í 11 ár þegar hann féll árið 2008.

„Pabbi fór til Svíþjóðar í meðferð fyrir fimm mánuðum. Þetta gengur vel og vonandi nær hann sér á strik karlinn og ég get byrjað að búa með honum aftur,“ segir Kristmundur.

Kristmundur átti gott samtal við pabba sinn daginn eftir keppnina og gamli var að vonum að rifna úr stolti. „Hann sagðist hafa fagnað svo mikið að hann datt í gólfið. Hann var alveg í skýjunum,“ segir Kristmundur og hlær. „Það er allt æðislegt að frétta af honum núna.“

Nánar í nýjasta Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.

Kristmundur Axel og Júlí Heiðar flytja Komdu til baka á …
Kristmundur Axel og Júlí Heiðar flytja Komdu til baka á söngvakeppni framhaldsskólanna um síðustu helgi. Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir