Sonur Michaels Douglas í fangelsi

Cameron Douglas, sonur bandaríska leikarans Michaels Douglas var í kvöld dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir fíkniefnasölu. Cameron hefur áður hlotið dóma fyrir fíkniefnabrot.

Cameron Douglas, sem er 32 ára, var handtekinn í hótelherbergi í New York í ágúst en hann var með mikið magn af metamfetamíni í fórum sínum. 

Michael Douglas  og Diandra Douglas, fyrrverandi eiginkona hans, voru viðstödd dómsuppkvaðninguna í New York. Dómarinn sagði að hann hefði tekið tillit til fjölda bréfa, sem hann fékk þar sem hvatt var til þess að Cameron yrði sýnd vægð. 

Meðal þeirra, sem skrifuðu dómaranum bréf, voru Kirk Douglas, afi Camerons, Michael faðir hans og, Catherine Zeta-Jones, eiginkona Michaels, en þau sögðu að Cameron þyrfti frekar á meðferð að halda en fangelsisvist.

Michael og Diandra Douglas koma út úr réttarsal í New …
Michael og Diandra Douglas koma út úr réttarsal í New York eftir að Cameron sonur þeirra var dæmdur í 5 ára fangelsi. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar