Óskaði okkur ekki einu sinni til hamingju

Atli Hjaltested ræðumaður Íslands.
Atli Hjaltested ræðumaður Íslands. Árni Sæberg

„Hann er búinn að vera þvílíkt stífur við okkur og með leiðindi frá upphafi. Hann mætti ekki á keppnina og er ekki einu sinni búinn að óska okkur til hamingju,“ segir Atli Hjaltested, nýkjörinn ræðumaður Íslands, sem fór fyrir liði Menntaskólans við Sund sem sigraði í MORFÍS um síðustu helgi. Atli á þar við Má Vilhjálmsson, rektor skólans, sem hann er allt annað en sáttur við.

Það vakti mikla athygli í síðustu viku þegar nokkrir stuðningsmenn MS sturtuðu hrúgu af skít fyrir utan Verzló og Atli kveðst hafa furðað sig á viðbrögðum rektorsins við því máli.

„Eftir að þetta mál kom upp talaði hann um að láta hætta við úrslitin, sem var náttúrlega ekki á hans valdi. Hann talaði líka um að láta banna stuðningsliðið á keppninni. Við í liðinu reynum náttúrlega bara að vera góð ímynd skólans út á við og honum er einhvern veginn alveg sama um það,“ segir Atli.

Nánar í nýjasta Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir