Þarf að upplýsa þótt málið sé viðkvæmt

Hermann Hreiðarsson er í viðtali í nýjasta tölublaði Monitor.
Hermann Hreiðarsson er í viðtali í nýjasta tölublaði Monitor. Monitor

„Það var engin spurning að ég vildi fá að taka þátt í þessu verkefni, enda er Blátt áfram að vinna frábært starf. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er viðbjóðslegt, en því miður er það töluvert algengara en fólk gerir sér grein fyrir,“ segir knattspyrnumaðurinn Hermann Hreiðarsson. Hann er andlit nýrrar herferðar samtakanna Blátt áfram sem hófst í vikunni.

„Það eru allir hissa þegar þeir sjá tölur yfir hversu algengt þetta er. Þessu þarf að breyta og ég tel að það þurfi ekki mikið til. Fyrst og fremst þarf að upplýsa fólk um þetta almennt,“ segir Hermann og ítrekar að foreldrar þurfi að ræða við börn sín um málefnið.

„Foreldrar eru auðvitað ábyrgir fyrir sínum börnum og þurfa sjálfir að upplýsa þau, þó að þetta sé viðkvæmt mál og kannski óþægilegt aðræða um. Krakkar eru bara krakkar og vita ekki betur en fullorðið fólk segir þeim. Ef rétta fólkið upplýsir krakkana þá er hálfur sigurinn unninn.“

Vefur Blátt áfram.

Nánar í nýjasta Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir