Aron Einar með stærsta vininn í landsliðinu?

Aron Einar Gunnarsson er vel af Guði gerður.
Aron Einar Gunnarsson er vel af Guði gerður.

Knattspyrnumaðurinn Hermann Hreiðarsson er í skemmtilegu viðtali í nýjasta tölublaði Monitor. Þar svarar hann meðal annars spurningum um hina og þessa knattspyrnumenn. Segir hann að Birkir Kristinsson sé sá steiktasti, Heiðar Helguson sá grófasti og Tryggvi Guðmundsson á sínum yngri árum sá leiðinlegasti.

„Hann var í Þór og ég í Tý. Hann skallaði einu sinni Rút Snorrason og einu sinni fékk hann rauða spjaldið frá dómaranum og reif það. Hann var 10 ára. 10 ára geðveikur drengur,“ segir Hermann um Tryggva, en bætir honum það upp að vera sá leiðinlegasti með því að segja að hann sé líka sá besti. 

Landsliðsfyrirliðinn er að lokum beðinn um að svara því hver sé best vaxinn niðurávið og segir hann að það sé Aron Einar Gunnarsson. Aron Einar er 21 árs leikmaður Coventry á Englandi og ein af björtustu vonum íslenskrar knattspyrnu.

Aron Einar virðist því geta glaðst yfir fleiru en knattspyrnuhæfileikunum, en þess má þó geta að blaðið kom út sama dag og hann átti afmæli, 22. apríl. Spurning hvort ummælin hafi verið afmælisgjöf frá Hermanni?

Nánar í nýjasta Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.

Hermann Hreiðarsson prýðir forsíðu nýjasta Monitor.
Hermann Hreiðarsson prýðir forsíðu nýjasta Monitor.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar