Bush sendir frá sér endurminningar

George W. Bush og Laura Bush.
George W. Bush og Laura Bush.

George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er að senda frá sér endurminningar sínar og segir Crown Publishers, sem gefur bókina út, að þar verði að finna opinskáar lýsingar, bæði á því sem vel var gert og því sem miður fór í forsetatíð Bush.

Bókin kemur út í nóvember og þar er einnig fjallað um fjölskyldulíf Bush, Lauru konu hans og dætra þeirra tveggja.  Laura er einnig að gefa út endurminningar sínar og er von á þeirri bók í byrjun maí.  

Þegar Bush lét af embætti í janúar 2009 var hann afar óvinsæll en að sögn sérfræðinga höfðu stríðin, sem Bandaríkjamenn hófu í Afganistan og Írak í forsetatíð hans, og fjármálakreppan sem þá var í hámarki, sett mark sitt á forsetann. 

Crown Publishers segir í yfirlýsingu, að í bókinni, sem heitir Decision Points, verði fjallað um 14 ákvarðanir, sem Bush tók í forsetatíð sinni. Fjallað sé ýtarlega um hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 og eyðilegginguna, sem fellibylurinn Katrína olli.  

„Frá því Bush lét af embætti hefur hann nánast engin viðtöl veitt og ekki haldið ræður um embættistíð sína. Hann hefur eytt nánast hverjum degi í að skrifa  Decision Points, sem er persónuleg og opinská lýsing á því hvernig og hvers vegna hann tók ákvarðanir, sem höfðu mikil áhrif á forsetaembættið og einkalíf hans."

AP fréttastofan hefur eftir heimildarmanni, að Bush hafi þegar lokið við fyrsta uppkast að bókinni og sé nú að fara yfir handritið. Bókin á að koma út 9. nóvember og mun Bush fylgja henni eftir með fyrirlestraferð. Verðið er 35 dalir en þúsund tölusett eintök, sem Bush áritar, munu kosta 350 dalir eintakið.

George W. Bush.
George W. Bush. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar