Söngvari Poison, Bret Michaels, er á milli heims og helju eftir að hafa fengið heilablóðfall.
Slagið fékk hann á föstudaginn var og liggur söngvarinn nú á sjúkrahúsi. Engar frekari fréttir er að hafa frá talsmönnum söngvarans en það kemur í ljós nú eftir helgi hvort Michaels hafi það af eður ei.
Poison var ein farsælasta glysrokksveit níunda áratugarins en Michaels hefur haldið sér á floti síðan með því að koma fram í raunveruleikaþáttum auk þess sem Poison er enn starfandi, en í raun réttri sem ferðadiskótek fremur en skapandi sveit.