Eiður Smári á síðum breskra slúðurblaða

Eiður Smári í leik með Tottenham.
Eiður Smári í leik með Tottenham. Reuters

Bresku slúðurblöðin fjalla í dag um knattspyrnumanninn Eið Smára Guðjohnsen. Hann er sakaður um að hafa heilsað að sið nasista er hann var að skemmta sér með félögum sínum í London. Daily Star segir að samtök gyðinga sem og stuðningsmenn Tottenham séu yfir sig hneykslaðir á hegðun Eiðs Smára.

Eiður Smári hefur ekki viljað tjá sig um atvikið. Félagar hans segja að Eiður Smári hafi verið að segja brandara um Mexíkana. Allt tal um nasisma sé úr lausu lofti gripið.

Hann er sagður hafa gert þetta fyrir framan félaga sína. Frank Lampard, fyrrum félagi Eiðs hjá Chelsea, er sagður hafa verið á meðal þeirra umrætt kvöld. Þeir hafi verið að fagna sigri Chelsea á Liverpool um helgina.

Daily Star hefur eftir sínum heimildarmönnum að þetta atvik gæti komið í veg fyrir að Eiður Smári flytji sig alfarið frá Mónakó í Frakklandi til Tottenham, þar sem hann hefur verið í láni. Tekið er fram að eigandi liðsins sé milljónamæringurinn Daniel Levy, sem sé af gyðingaættum.

Félagar Eiðs Smára neita því að hann hafi verið að heilsa að sið nasista. Eiður hafi einfaldlega verið að segja brandara um Mexíkana sem hafi verið að þefa af fingrunum sínum.

Haft er eftir lögmanni að Eiður hafi ekki á nokkurn hátt verið að vísa í Hitler eða nasisma. 

Daily Star greinir frá því samtök gyðinga og stuðningsmenn Tottenham gagnrýni hegðun Eiðs harðlega.

Eiður Smári prýðir forsíðu Daily Star í dag. Hann er …
Eiður Smári prýðir forsíðu Daily Star í dag. Hann er sakaður um að hafa heilsað að nasistasið. Félagar hans vilja hins vegar meina að hann hafi verið að segja brandara.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar