Poppsöngkonan Ásdís Rán

Ásdís Rán.
Ásdís Rán.

Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir var hæstánægð með frumraun sína í poppheimum, lagið „Feel My Body“ sem útvarpsstöðin Kaninn frumflutti í gærmorgun. Blaðamaður náði tali af henni í gær og spurði hana út í lagið og hvort það væri upphafið að tónlistarferli Ísdrottningarinnar.

„Veistu það, ég eiginlega veit það ekki ennþá,“ svaraði Ásdís kímin. „Þetta var bara eitthvað svona sem gerðist og ég hef aldrei ætlað mér neitt inn á þetta svið. En þetta tókst ágætlega og svo sjáum við hvað setur.“ Ásdís segist hafa fengið sent lag og texta frá erlendum lagahöfundum sem semji fyrir margar stórstjörnur. Þá hafi einnig verið þrýst á hana að láta slag standa, syngja popplag, og hún hafi loks látið verða af því.

Snorri „Idol“ tók lagið upp

„Ég var í heimsókn hjá Ingu vinkonu minni á Íslandi og Snorri (Snorrason, kenndur við Idol) er með stúdíó í kjallaranum og einhvern veginn lenti ég þarna niðri í stúdíóinu og þetta varð til á nokkrum klukkutímum,“ segir Ásdís og hlær og tekur fram að hún hafi aldrei lært að syngja, hún sé ekki fagmaður í sönglistinni.

– En það er ekki plata á leiðinni, þetta er ekki komið svo langt, eða hvað?

„Ég ætla bara að sjá til hvernig fólk tekur þessu,“ svarar Ásdís, viðbrögð við laginu hafi verið afar góð frá frumflutningnum í gær. Ef lagið fari í spilun í mörgum löndum muni hún athuga málið, hvort tónlistarsviðið henti henni.

„Þetta var náttúrlega frumflutt í morgun (í gær) í beinni útsendingu þannig að það var fullt af fólki sem hringdi inn og allir voða hamingjusamir. En auðvitað er þetta smekksatriði, eflaust margir sem þola ekki svona danslög,“ segir Ásdís.

Lagið „Feel My Body“ má nálgast hér

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir