Spá Íslandi úrslitasæti

Hera Björk.
Hera Björk. mbl.is/Eggert

Sænska sjón­varpið fjall­ar að venju um lög­in, sem keppa í Eurovisi­on söngv­akeppn­inni í Ósló síðar í maí. Sjón­varps­maður­inn Christer Björkm­an er með fimm sér­fræðinga sér til aðstoðar sem gefa lög­un­um ein­kunn og í kvöld var meðal ann­ars fjallað um ís­lenska lagið sem fékk nokkuð góða dóma og kemst í úr­slit ef marka má viðtök­urn­ar í þætt­in­um.

Fyr­ir nokkr­um árum var nor­rænn panell í Eurovisi­on-þátt­um Svía og Ei­rík­ur Hauks­son var full­trúi Íslend­inga í  nokk­ur ár. Nú dæma hins veg­ar fjór­ir Sví­ar og Finn­inn Thom­as Lund­in lög­in.

Lund­in er mik­ill Íslands­vin­ur og þekk­ir vel til ís­lenskr­ar Eurovi­son­hefðar. Hann sagðist vera stór­hrif­inn af söngrödd Heru Bjark­ar og einnig stór­hrif­inn af lag­inu og sagði það myndu slá botn­inn í fyrra undanúr­slita­kvöldið með krafti en ís­lenska lagið er 17. og síðasta í röðinni. Gaf Lund­in lag­inu  því hæstu ein­kunn, 5 stig, en sagðist þó ekki reikna með að það myndi sigra í keppn­inni.

Aðrir í dóm­nefnd­inni voru ekki eins hrifn­ir. Þrír gáfu lag­inu 3 stig og einn 2 stig. Sam­tals fékk lagið 16 stig og ætti sam­kvæmt því að verða eitt þeirra 10 laga sem kemst áfram í úr­slit­in. Flest stig fékk lett­neska lagið, eða 19. 

Fyrra undanúr­slita­kvöldið er 25. maí en það síðara 27. maí. Úrslit­in fara síðan fram 29. maí. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mínímalískur í hugsunum. Gott er að vera fullkomlega afslappaður og horfa á úr fjarlægð. Dagurinn færir þér dýpri skilning á sjálfum þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mínímalískur í hugsunum. Gott er að vera fullkomlega afslappaður og horfa á úr fjarlægð. Dagurinn færir þér dýpri skilning á sjálfum þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell