Spá Íslandi úrslitasæti

Hera Björk.
Hera Björk. mbl.is/Eggert

Sænska sjónvarpið fjallar að venju um lögin, sem keppa í Eurovision söngvakeppninni í Ósló síðar í maí. Sjónvarpsmaðurinn Christer Björkman er með fimm sérfræðinga sér til aðstoðar sem gefa lögunum einkunn og í kvöld var meðal annars fjallað um íslenska lagið sem fékk nokkuð góða dóma og kemst í úrslit ef marka má viðtökurnar í þættinum.

Fyrir nokkrum árum var norrænn panell í Eurovision-þáttum Svía og Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í  nokkur ár. Nú dæma hins vegar fjórir Svíar og Finninn Thomas Lundin lögin.

Lundin er mikill Íslandsvinur og þekkir vel til íslenskrar Eurovisonhefðar. Hann sagðist vera stórhrifinn af söngrödd Heru Bjarkar og einnig stórhrifinn af laginu og sagði það myndu slá botninn í fyrra undanúrslitakvöldið með krafti en íslenska lagið er 17. og síðasta í röðinni. Gaf Lundin laginu  því hæstu einkunn, 5 stig, en sagðist þó ekki reikna með að það myndi sigra í keppninni.

Aðrir í dómnefndinni voru ekki eins hrifnir. Þrír gáfu laginu 3 stig og einn 2 stig. Samtals fékk lagið 16 stig og ætti samkvæmt því að verða eitt þeirra 10 laga sem kemst áfram í úrslitin. Flest stig fékk lettneska lagið, eða 19. 

Fyrra undanúrslitakvöldið er 25. maí en það síðara 27. maí. Úrslitin fara síðan fram 29. maí. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka