Simon Cowell, sem er þekktastur fyrir að vera dómari í American Idol þáttunum, hefur formlega lýst yfir stuðningi við David Cameron, leiðtoga Íhaldsflokksins. Þetta kemur fram í breska götublaðinu The Sun, sem einnig hefur lýst yfir stuðningi við íhaldsmenn.
„Ég hef hitt David tvisvar sinnum. Mér líkaði strax við hann. Ég hef ávallt treyst innsæi mínnu - og þetta er maður sem ég tel að muni gera hið rétta fyrir sína þjóð,“ segir Cowell.
„Ég trúi því að hann sé sá forsætisráðherra sem Bretland þurfi á að halda um þessar mundir. Hann hefur allt til brunns að bera til að stýra okkur í gegnum þessa erfiðu tíma,“ segir Cowell ennfremur.