Jón Gnarr er í viðtali í nýjasta tölublaði Monitor sem kom út í gær. Í skemmtilegu myndskeiði sem tekið var upp við vinnslu blaðsins segir hann meðal annars frá því þegar hann var staddur í flugvél með Nylon-stelpunum og þurfti að hugga þær þegar vélin fór að hristast. Þá talar hann um að Ásdís Rán sé stórmerkileg kona. Sjón er sögu ríkari.
Monitor er dreift frítt í verslunum, bensínstöðvum, kaffihúsum og skólum um allt land. Þá fylgir blaðið með Morgunblaðinu á fimmtudögum.
Nánar í nýjasta Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.