Samfés og Söngkeppni framhaldsskólanna fengu viðurkenningu á aðalfundi Samtaka móðurmálskennara fyrir að keppendur í Söngkeppni Samfés
og Söngkeppni framhaldsskólanna syngja á íslensku.
Samtök móðurmálskennara er fagfélag íslenskukennara á öllum skólastigum.
Markmið Samtaka móðurmálskennara
er að vinna að vernd og viðgangi íslenskrar tungu á öllum sviðum, að því er segir í tilkynningu frá samtökunum.