Raxi heiðurslistarmaður Kópavogs

Ragnar Axelsson
Ragnar Axelsson

Ragnar Axelsson ljósmyndari á Morgunblaðinu var í kvöld útnefndur heiðurslistamaður Kópavogsbæjar fyrir árið 2010. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars að Ragnar, eða Raxi eins og hann er alltaf kallaður, hafi fyrir löngu fest sig í sessi sem einn fremsti fréttaljósmyndari Íslands.

„Tengsl mannsins við náttúruna séu honum einkar hugleikin og myndir hans sýni gjarnan sambandið milli manna og dýra í baráttu við náttúruöflin. Þá nái hann með svarthvítum myndum sínum að fanga andrúmsloft aðstæðna á einkar svipmikinn og persónulegan hátt," segir í tilkynningu.

Sigurrós Þorgrímsdóttir, formaður lista-og menningarráðs Kópavogs, tilkynnti um útnefninguna við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi en bærinn fagnar 55 ára afmæli sínu í dag. Sigurrós fór yfir feril Raxa og sagði meðal annars að hann hefði hvarvetna fengið mikið lof fyrir verk sín. Að því búnu afhenti Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri Kópavogs, Raxa viðurkenninguna.

Raxi fæddist á Nýbýlaveginum í Kópavogi 6. mars 1958 og hefur búið í bænum í áratugi.

Hann lærði ljósmyndun hjá Ingibjörgu Kaldal, Mary Ellen Mark og Ólafi K. Magnússyni og hefur verið ljósmyndari á Morgunblaðinu frá árinu 1976.
Myndir eftir Raxa hafa verið birtar í fjölmörgum þekktum erlendum tímaritum, blöðum og ljósmyndabókum og hefur hann hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín, bæði hér heima og erlendis. Þá hefur hann tekið þátt í á þriðja tug ljósmyndasýninga víða um heim og í ár prýðir ein mynda hans, af andliti í ísjaka, íslenska skálann á Expó-heimssýningunni í Sjanghæ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir