„Við erum öll eins og öll með þetta sem við erum alltaf að hylja. Við förum í sund og erum í pínulitlu bikiníi en finnst skrýtið að koma fram á nærfötunum. Fyrir mér er það bara það sama,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona. Hún prýðir forsíðu nýjasta Monitor og er í skemmtilegu viðtali í blaðinu.
Viðtalið við Nínu Dögg má lesa í nýjasta Monitor sem fylgdi með Morgunblaðinu í morgun og er auk þess dreift frítt um allt land. Á meðfylgjandi myndbandi, sem tekið var upp við vinnslu blaðsins, talar Nína Dögg um uppáhalds Eurovision-lagið sitt, kvikmyndina Prince of Persia og segir frá því að lífið hefjist fyrst þegar maður er kominn yfir þrítugt.
Nánar í nýjasta Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.