Leikarinn Sean Penn hefur verið gert að sinna samfélagsþjónustu í 300 klukkustundir fyrir að hafa hrækt á æsifregnaljósmyndara. Penn, sem ekki var viðstaddur dómsuppkvaðninguna, andmælti ekki brotinu en atvikið var tekið upp.
Segir á vef BBC að að Penn verði á skilorði næstu þrjú árin og verði að mæta á reiðistjórnunarnámskeið sem stendur í 36 klukkustundir. Hann fær að sinna samfélagsþjónustu fyrir verkefni sem hann kemur að varðandi Haítí.Penn, sem fékk sín önnur Óskarsverðlaun í fyrra fyrir aðalhlutverkið í kvikmyndinni Milk, var dæmdur í 60 daga fangelsi árið 1987 fyrir að hafa ráðist á ljósmyndara á upptökustað. Hann lenti einnig í stimpingum við æsifregnaljósmyndara við útför bróður Penn, Christopher, árið 2006.