Nýjar ásakanir á hendur Polanski

Charlotte Lewis í kvikmyndinni Hey DJ.
Charlotte Lewis í kvikmyndinni Hey DJ.

Bresk leikkona lýsti því opinberlega yfir í dag, að kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski hefði beitt sig kynferðislegu ofbeldi fyrir 27 árum þegar hún var nýorðin 16 ára gömul.

Polanski er nú að reyna að verjast því að verða framseldur frá Sviss til Bandaríkjanna vegna ákæru sem hann sætti í Kalíforníu fyrir rúmum þremur áratugum fyrir að beita 13 ára stúlku kynferðislegu ofbeldi. Í dag kom breska leikkonan Charlotte Lewis fram opinberlega á blaðamannafundi og sagðist vilja andmæla þeirri fullyrðingu lögmanna Polanskis, að nauðgunin í Kalífonríu hefði verið einangrað atvik.  

Blaðamannafundurinn var haldinn á skrifstofu lögmannsins Gloriu Allred í Beverly Hills í Los Angeles. Þar las Lewis yfirlýsingu þar sem hún sagðist einnig vera fórnarlamb Polanskis. „Hann beitti mig kynferðislegu ofbeldi af versta hugsanlega tagi þegar ég var aðeins 16 ára gömul, fjórum árum eftir að hann flúði frá Bandaríkjunum til að forðast dóm fyrir glæpi sína," sagði hún. 

Allred sagði, að Lewis hefði gefið lögreglu og saksóknurum í Los Angeles skýrslu um málið og vonaðist til að tillit yrði tekið til þess ef Polanski verður framseldur til Bandaríkjanna. 

Lewis sagði, að Polanski hefði vitað að hún var aðeins 16 ára „þegar hann hitti mig og þröngvaði sér á mig í íbúð sinni í París. Hann notfærði sér mig og ég hef þurft að fást við afleiðingar gerða hans alla tíð síðan," sagði Lewis.  „Ég vil aðeins réttlæti."

Lewis svaraði ekki spurningum fréttamanna og frekari upplýsingar um málið voru ekki gefnar. Greinilegt var þó, að Lewis forðaðist að nota orðið nauðgun. „Orðin sem við notuðum voru orðin sem við notuðum," var eina svarið sem Allred gaf.

Allred, sem hefur m.a. nýlega gætt hagsmuna tveggja kvenna sem sögðust hafa átt ástarævintýri með kylfingnum Tiger Woods, sagði að það drægi ekkert úr trúverðugleika Lewis að hún skuli fyrst nú hafa komið fram með ásakanirnar. 

Lewis fór með lítið hlutverk í kvikmynd Polanskis, Sjóræningjar, sem kom út árið 1986. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar