Bók Styrmis mest selda bókin í Eymundsson

Styrmir Gunnarsson
Styrmir Gunnarsson mbl.is/Rax

Hrunadans og horfið fé eftir Styrmi Gunnarsson fór beint í fyrsta sæti bóksölulista Eymundssonar sem birtur er í dag. Bókin hefur að geyma úttekt Styrmis á grundvallaratriðum Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Skýrslan er í öðru sæti listans en ekkert rit hefur selst jafn mikið á þessu ári.

Styrmir kynnir bók sína í Eymundsson, Skólavörðustíg, í dag kl. 17. Í bókinni fjallar Styrmir á gagnrýninn hátt um bankana og einkavæðingu þeirra, hvernig þeir stjórnuðu verði hlutabréfa í sjálfum sér – og hver í öðrum – og verðbréfasjóði á villigötum. Hann ritar um útrásarvíkinga, Fjármálaeftirlitið, Seðlabankann, ríkisstjórn landsins, fjölmiðla og hjarðhegðun smáþjóðar, svo fátt eitt sé nefnt, samkvæmt því sem kemur fram á vef Veraldar sem gefur bók Styrmis út.

Styrmir Gunnarsson er fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir