Í fangelsi fyrir að ógna loftbelgsfara

Loftbelgir eru ekki velkomnir alls staðar.
Loftbelgir eru ekki velkomnir alls staðar. Reuters

Breskur bóndi með háskólapróf í heimspeki og afbrotafræði hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að miða hlaðinni byssu á mann eftir að loftbelgur hans brotlenti á landareign bóndans.

Dómstóll í Northamptonskíri komst að þeirri niðurstöðu að Marie Dring, fimmtugur bóndi, hefði gengið alltof langt í því að verja landareign sína með því að miða hlaðinni byssu á  loftbelgsfarann. Konan hélt því fram síðar að hún hefði aðeins otað priki að manninum eftir að vinir hans hefðu farið inn á landareignina án leyfis og sest að drykkju.

Konan viðurkenndi þó fyrir réttinum að hún hefði miðað byssu á loftbelgsfarann en kvaðst ekki hafa ætlað að skjóta hann. Verjandi konunnar sagði að hún hefði haft áhyggjur af því að loftbelgurinn myndi valda fjaðrafoki í hænsnabúi hennar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir