Breskur bóndi með háskólapróf í heimspeki og afbrotafræði hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að miða hlaðinni byssu á mann eftir að loftbelgur hans brotlenti á landareign bóndans.
Dómstóll í Northamptonskíri komst að þeirri niðurstöðu að Marie Dring, fimmtugur bóndi, hefði gengið alltof langt í því að verja landareign sína með því að miða hlaðinni byssu á loftbelgsfarann. Konan hélt því fram síðar að hún hefði aðeins otað priki að manninum eftir að vinir hans hefðu farið inn á landareignina án leyfis og sest að drykkju.
Konan viðurkenndi þó fyrir réttinum að hún hefði miðað byssu á loftbelgsfarann en kvaðst ekki hafa ætlað að skjóta hann. Verjandi konunnar sagði að hún hefði haft áhyggjur af því að loftbelgurinn myndi valda fjaðrafoki í hænsnabúi hennar.