Syngur Bellmann í 12 stundir

Ragnar Kjartansson.
Ragnar Kjartansson. mbl.is/Einar Falur

Ragnar Kjartansson fer sjaldan troðnar slóðir í listsköpun sinni. Hann er þessa stundina í Moderna Museet í Stokkhólmi, drekkur öl og syngur Fredmans epistel n:o 72 eftir  Bellman aftur og aftur og ætlar að halda því áfram fram undir morgun, samfellt í 12 stundir.

Blaðið Dagens Nyheter segir, að Ragnar hafi flutt gjörning á Skeppsholmen fyrir 10 árum. Hann hafi sungið Vem kan segla förutan vind með sex logandi sígarettur í munninum með buxurnar á hælunum. 

Nú sé hann kominn aftur til borgarinnar nýjan gjörning og ætli að syngja lag eftir Belman, lag sem fái föður hans til að bresta í grát í hvert skipti sem hann heyrir það vegna þess að það er svo erótískt. Raunar ber gjörningurinn yfirskriftina:  Erotik, folköl och melankoli.

„Hann er afar hrifinn af dapurleika og norrænum drunga. En sá dapurleiki sem hann miðlar er oft með söltum húmor og fjarlægð," hefur blaðið eftir Camillu Carlberg, safnstjóra. 

Hún segir að þegar safnið hafði samband við Ragnar hafi hann ekkert vitað hvað hann ætlaði að gera. „Það er einkenni á Ragnari að hann er með gjörninga sem eru landamæralausir hvort sem horft er til tíma eða umfjöllunarefnisins. Það er erfitt að spá fyrir um hvernig þeir verða." 

Hún segir að Ragnar sé ekki að koma á framfæri neinum sérstökum boðskap heldur skapa andrúmsloft. Og áhorfendum sé velkomið að hlægja og skemmta sér. 

Heimasíða Moderna Museet

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir