Syngur Bellmann í 12 stundir

Ragnar Kjartansson.
Ragnar Kjartansson. mbl.is/Einar Falur

Ragn­ar Kjart­ans­son fer sjald­an troðnar slóðir í list­sköp­un sinni. Hann er þessa stund­ina í Moderna Museet í Stokk­hólmi, drekk­ur öl og syng­ur Fredm­ans ep­istel n:o 72 eft­ir  Bellm­an aft­ur og aft­ur og ætl­ar að halda því áfram fram und­ir morg­un, sam­fellt í 12 stund­ir.

Blaðið Dagens Nyheter seg­ir, að Ragn­ar hafi flutt gjörn­ing á Skepps­hol­men fyr­ir 10 árum. Hann hafi sungið Vem kan segla förut­an vind með sex log­andi síga­rett­ur í munn­in­um með bux­urn­ar á hæl­un­um. 

Nú sé hann kom­inn aft­ur til borg­ar­inn­ar nýj­an gjörn­ing og ætli að syngja lag eft­ir Belm­an, lag sem fái föður hans til að bresta í grát í hvert skipti sem hann heyr­ir það vegna þess að það er svo eró­tískt. Raun­ar ber gjörn­ing­ur­inn yf­ir­skrift­ina:  Erotik, folköl och melan­koli.

„Hann er afar hrif­inn af dap­ur­leika og nor­ræn­um drunga. En sá dap­ur­leiki sem hann miðlar er oft með sölt­um húm­or og fjar­lægð," hef­ur blaðið eft­ir Camillu Carlberg, safn­stjóra. 

Hún seg­ir að þegar safnið hafði sam­band við Ragn­ar hafi hann ekk­ert vitað hvað hann ætlaði að gera. „Það er ein­kenni á Ragn­ari að hann er með gjörn­inga sem eru landa­mæra­laus­ir hvort sem horft er til tíma eða um­fjöll­un­ar­efn­is­ins. Það er erfitt að spá fyr­ir um hvernig þeir verða." 

Hún seg­ir að Ragn­ar sé ekki að koma á fram­færi nein­um sér­stök­um boðskap held­ur skapa and­rúms­loft. Og áhorf­end­um sé vel­komið að hlægja og skemmta sér. 

Heimasíða Moderna Museet

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Öll samskipti þín við aðra verða hlý og notaleg í dag. Gættu þess að tala ekki of mikið og sýndu öðrum tillitssemi og skilning. Fólk nálgast þig til að fá að vita leyndarmálið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Öll samskipti þín við aðra verða hlý og notaleg í dag. Gættu þess að tala ekki of mikið og sýndu öðrum tillitssemi og skilning. Fólk nálgast þig til að fá að vita leyndarmálið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir