Hertogaynja í vondum málum

Sarah Ferguson, hertogaynja af York.
Sarah Ferguson, hertogaynja af York. AP

Sarah Ferguson, hertogaynja af York var mynduð við að reyna að selja aðgang að fyrrum eiginmanni sínum, Andrew prins, fyrir 500 þúsund pund, 92,3 milljónir króna, samkvæmt frétt breska blaðsins News of the World. Segir blaðið að fylgst hafi verið með viðskiptum hertogaynjunnar úr leyni við fréttamann sem leyndi upplýsingum um hver hann var.

Á vef BBC kemur fram að Ferguson sjáist taka við 40 þúsund pundum í reiðufé og segi ef þið gætið mín þá gætir hann ykkar. Á Andrew ekki að hafa vitað af samningnum. Ferguson hefur ekki tjáð sig um frétt blaðsins.

Í myndbandinu á Ferguson að segja að prinsinn sé heiðarlegri en nokkuð heiðarlegt og myndi aldrei þiggja pens fyrir störf sín. Hún hafi aðgang að honum og ef hún fái greidd 500 þúsund pund þá sé auðvelt að nálgast prinsinn.

Sá sem hertogaynjan ætlaði að selja aðganginn var í raun blaðamaður í dulargervi, sem sagði við Ferguson að hann vildi gjarnan hitta prinsinn og nýta sér sambönd hans í viðskiptaheiminum en Andrés hefur verið sérstakur sendifulltrúi breskra stjórnvalda við alþjóðleg viðskipti og fjárfestingar frá árinu 2001.

Þau Ferguson og Andrés giftu sig árið 1986 og eignuðust tvö börn sem nú eru um tvítugt. Þau skildu árið 1992 en hafa haldið góðu sambandi. Andrés hefur verið sérstakur sendifulltrúi breskra stjórnvalda við alþjóðleg viðskipti og fjárfestingar frá árinu 2001. 

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir