Vill leyfa fíkniefni til reynslu

Mick Jagger í Cannes í síðustu viku.
Mick Jagger í Cannes í síðustu viku. Reuters

Mick Jag­ger, söngv­ari Roll­ing Stones, hef­ur lýst þeirri skoðun, að gera eigi til­raun með að leyfa sölu fíkni­efna til reynslu í litl­um lokuðum sam­fé­lög­um eins og á eynni Mön eða á Íslandi. Þetta kem­ur fram í viðtali blaðsins Sunday Tel­egraph við Jag­ger.

Mick Jag­ger var í síðustu viku á kvik­mynda­hátíðinni í Cann­es til að kynna mynd­ina Stones in Ex­ile, sem fjall­ar um það þegar hljóm­sveit­in flúði frá Englandi vegna skatta­mála til Provence  í Frakklandi árið 1971 og tók upp plöt­una Ex­ile on Main Street, sem kom út árið eft­ir.

Tel­egraph seg­ir, að í mynd­inni komi fram að fé­lag­arn­ir í Roll­ing Stones hafi neytt fíkni­efna í tals­verðum mæli þetta sum­ar. Jag­ger seg­ist hafa tekið þátt í því en þó ekki eins og Keith Rich­ards, fé­lagi hans, sem hafði þegar þarna var komið ánetj­ast heróíni.

Fram kem­ur, að Jag­ger hafi ný­lega lýst þeirri skoðun í banda­rísk­um sjón­varpsþætti, að leyfa eigi neyslu fíkni­efna að und­an­gengn­um reynslu­tíma í litlu, lokuðu sam­fé­lagi, líkt og á Mön. 

„All­ar rík­is­stjórn­ir og lög­reglulið hafa rann­sakað hvort lög­leiða eigi fíkni­efni. Ég held að breska lög­regl­an hafi lýst þeirri skoðun, að leyfa eigi fíkni­efni. Þetta er hins veg­ar ekki auðvelt viðfangs. Það er ekki bara hægt að lög­leiða fíkni­efni með einu penn­astriki... En það fylgja því einnig mörg vanda­mál að fíkni­efni eru ólög­leg, eins og lög­regla í öll­um lönd­um get­ur sagt, því fylg­ir of­beldi í neyslu­heim­in­um, fólk stel­ur til að kaupa lyf. Í tengsl­um við fram­leiðsluna er einnig mikið of­beldi, eins og sést nú í Mexí­kó.

„Ég sagði þetta. Og ég sagði líka, að ef menn vildu reyna að lög­leiða fíkni­efni ætti að gera það í litlu sam­fé­lagi - og ég sagði í spaugi að alltaf þegar þeir búa til nýtt farsíma­kerfi gera þeir til­raun­ir með það á Mön. Eft­ir að ég sagði þetta hugsaði ég: Annaðhvort verða þeir á Mön ánægðir með þetta eða þeir verða brjálaðir... Ég nefndi einnig Ísland og síðan hugsaði ég: Guð minn góður, Ísland, bankakrepp­an og nú eld­fjallið og ég er að segja að það eigi að lög­leiða fíkni­efni þar og þeim mun ekki líka það." 

Viðtalið við Mick Jag­ger

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú ættir að íhuga hugmynd sem einhver hefur fram að færa. Ekki láta gabbast af tilfinningauppnámi eða sorglegri sögu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú ættir að íhuga hugmynd sem einhver hefur fram að færa. Ekki láta gabbast af tilfinningauppnámi eða sorglegri sögu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son