Vill leyfa fíkniefni til reynslu

Mick Jagger í Cannes í síðustu viku.
Mick Jagger í Cannes í síðustu viku. Reuters

Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, hefur lýst þeirri skoðun, að gera eigi tilraun með að leyfa sölu fíkniefna til reynslu í litlum lokuðum samfélögum eins og á eynni Mön eða á Íslandi. Þetta kemur fram í viðtali blaðsins Sunday Telegraph við Jagger.

Mick Jagger var í síðustu viku á kvikmyndahátíðinni í Cannes til að kynna myndina Stones in Exile, sem fjallar um það þegar hljómsveitin flúði frá Englandi vegna skattamála til Provence  í Frakklandi árið 1971 og tók upp plötuna Exile on Main Street, sem kom út árið eftir.

Telegraph segir, að í myndinni komi fram að félagarnir í Rolling Stones hafi neytt fíkniefna í talsverðum mæli þetta sumar. Jagger segist hafa tekið þátt í því en þó ekki eins og Keith Richards, félagi hans, sem hafði þegar þarna var komið ánetjast heróíni.

Fram kemur, að Jagger hafi nýlega lýst þeirri skoðun í bandarískum sjónvarpsþætti, að leyfa eigi neyslu fíkniefna að undangengnum reynslutíma í litlu, lokuðu samfélagi, líkt og á Mön. 

„Allar ríkisstjórnir og lögreglulið hafa rannsakað hvort lögleiða eigi fíkniefni. Ég held að breska lögreglan hafi lýst þeirri skoðun, að leyfa eigi fíkniefni. Þetta er hins vegar ekki auðvelt viðfangs. Það er ekki bara hægt að lögleiða fíkniefni með einu pennastriki... En það fylgja því einnig mörg vandamál að fíkniefni eru ólögleg, eins og lögregla í öllum löndum getur sagt, því fylgir ofbeldi í neysluheiminum, fólk stelur til að kaupa lyf. Í tengslum við framleiðsluna er einnig mikið ofbeldi, eins og sést nú í Mexíkó.

„Ég sagði þetta. Og ég sagði líka, að ef menn vildu reyna að lögleiða fíkniefni ætti að gera það í litlu samfélagi - og ég sagði í spaugi að alltaf þegar þeir búa til nýtt farsímakerfi gera þeir tilraunir með það á Mön. Eftir að ég sagði þetta hugsaði ég: Annaðhvort verða þeir á Mön ánægðir með þetta eða þeir verða brjálaðir... Ég nefndi einnig Ísland og síðan hugsaði ég: Guð minn góður, Ísland, bankakreppan og nú eldfjallið og ég er að segja að það eigi að lögleiða fíkniefni þar og þeim mun ekki líka það." 

Viðtalið við Mick Jagger

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan