Æfing í Ósló gekk vel

Hera Björk á sviðinu í Ósló.
Hera Björk á sviðinu í Ósló. Reuters

Æfing fyrir fyrra undanúrslitakvöld Eurovision söngvakeppninnar í Ósló fór fram í dag með þátttöku allra þjóðanna 17, sem þá koma fram. Hera Björk Þórhallsdóttir og félagar hennar stigu síðust á svið eins og í undanúrslitunum á morgun og segja sérfræðingar vefjarins esctoday.com, að íslenska lagið ætti að eiga góða möguleika á að komast í úrslitin. Lesendur vefjarins spá íslenska laginu í úrslit.

Að sögn esctoday.com hefur flutningur íslenska hópsins ekkert breyst frá því á fyrstu æfingunni en kjóll Heru Bjarkar hefur tekið breytingum. Hún klæðist síðum rauðum kjól með blómaksreytingu á öxlinni.

„Gallalaus söngur, áhrifamikill dans, kröfug myndataka og lífleg sviðsetning ætti að tryggja að Hera Björk á góða möguleika á að hreppa sæti í úrslitunum," segir vefurinn.   

Lesendur esctoday.com eru sammála því í árlegri könnun, sem vefurinn stendur fyrir, meðal lesenda sinna, virðast flestir telja að Ísland, Belgía, Grikkland og Slóvakía eigi mesta möguleika á að komast í úrslit af löndunum sem keppa fyrra undanúrsltakvöldið.

Alls hafa 55 þúsund greitt atkvæði í könnuninni en hægt er að greiða atkvæði í sólarhring í viðbót.

Umfjöllun esctoday.com

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir