Breytt atkvæðagreiðsla

Norðmaðurinn Alexander Rybak vann Evróvisjón í fyrra.
Norðmaðurinn Alexander Rybak vann Evróvisjón í fyrra. reuters

Mikið hefur verið deilt um kosningar í Evróvisjón og sífellt verið að breyta reglunum. Fyrstu ár keppninnar völdu dómnefndir sigurvegara og almælt að löndin semdu sína á milli um atkvæðin og jafnvel að þau gengju kaupum og sölum.

Fyrirkomulaginu var síðan breytt í þá átt að áheyrendur gætu greitt atkvæði í gegnum síma og því hefur verið haldið fram að sú uppsveifla sem varð í Evróvisjón í lok tíunda áratugar síðustu aldar megi meðal annars skrifa á það.

Þó að þessi breyting virðist hafa skilað góðum árangri kvarta þær þjóðir sem fara halloka gjarnan yfir því að framlag þeirra sé ekki metið að verðleikum og í því sambandi oft talað um samsæri austantjaldlanda.

Nú hefur fyrirkomulaginu svo enn verið breytt og nú gilda atkvæði dómnefnda jafnt á við atkvæði áhorfenda öll kvöldin.

Áhorfendur og áheyrendur geta kosið ýmist með því að hringja í símanúmer eða senda SMS og hver má kjósa allt að 20 sinnum. Ekki er hægt að kjósa um eigið land. Nýbreytni er að hægt er að byrja að kjósa um leið og keppnin hefst hvert kvöld og stendur kosning þar til fimmtán mínútur eru liðnar frá því að síðasta lagið hljóðnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan