Breytt atkvæðagreiðsla

Norðmaðurinn Alexander Rybak vann Evróvisjón í fyrra.
Norðmaðurinn Alexander Rybak vann Evróvisjón í fyrra. reuters

Mikið hef­ur verið deilt um kosn­ing­ar í Evr­óvi­sjón og sí­fellt verið að breyta regl­un­um. Fyrstu ár keppn­inn­ar völdu dóm­nefnd­ir sig­ur­veg­ara og al­mælt að lönd­in semdu sína á milli um at­kvæðin og jafn­vel að þau gengju kaup­um og söl­um.

Fyr­ir­komu­lag­inu var síðan breytt í þá átt að áheyr­end­ur gætu greitt at­kvæði í gegn­um síma og því hef­ur verið haldið fram að sú upp­sveifla sem varð í Evr­óvi­sjón í lok tí­unda ára­tug­ar síðustu ald­ar megi meðal ann­ars skrifa á það.

Þó að þessi breyt­ing virðist hafa skilað góðum ár­angri kvarta þær þjóðir sem fara halloka gjarn­an yfir því að fram­lag þeirra sé ekki metið að verðleik­um og í því sam­bandi oft talað um sam­særi aust­antjaldlanda.

Nú hef­ur fyr­ir­komu­lag­inu svo enn verið breytt og nú gilda at­kvæði dóm­nefnda jafnt á við at­kvæði áhorf­enda öll kvöld­in.

Áhorf­end­ur og áheyr­end­ur geta kosið ým­ist með því að hringja í síma­núm­er eða senda SMS og hver má kjósa allt að 20 sinn­um. Ekki er hægt að kjósa um eigið land. Nýbreytni er að hægt er að byrja að kjósa um leið og keppn­in hefst hvert kvöld og stend­ur kosn­ing þar til fimmtán mín­út­ur eru liðnar frá því að síðasta lagið hljóðnar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú ættir að fá tækifæri til ferðalaga og framhaldsmenntunar á næstunni. Forðastu að dragast inn í atburðarás sem í raun kemur þér ekkert við.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú ættir að fá tækifæri til ferðalaga og framhaldsmenntunar á næstunni. Forðastu að dragast inn í atburðarás sem í raun kemur þér ekkert við.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir