Íslandi spáð sigri í kvöld

Hera Björk syngur íslenska lagið í Noregi.
Hera Björk syngur íslenska lagið í Noregi. Reuters

Lesendur Eurovision-vefjarins Esctoday.com spá Íslandi sigri í undanúrslitum Eurovision söngvakeppninnar í kvöld. Keppnin, sem sýnd er í Sjónvarpinu, hófst klukkan 19 og er íslenska lagið það 17. og síðasta í röðinni.

Tugir þúsunda tóku þátt í könnun vefjarins sem jafnan hefur reynst afar sannspá um niðurstöður bæði í undanúrslitum og úrslitum. Atkvæðin voru síðan reiknuð út í stig sem hvert land gaf, frá 1 upp í 12 og niðurstaðan varð þessi:

  1. Ísland - 195 stig
  2. Slóvakía - 181 stig
  3. Grikkland - 143 stig
  4. Belgía - 130 stig
  5. Albanía - 116 stig
  6. Moldóvía - 97 stig
  7. Serbía - 95 stig
  8. Lettland - 73
  9. Finnland - 49 stig
  10. Hvíta-Rússland 24 stig
  11. Portúgal - 19 stig
  12. Pólland - 14 stig
  13. Malta - 9 stig
  14. Bosnía & Herzegóvína - 7 stig
  15. Makedónía - 3 stig
  16. Eistland - 3 stig
  17. Rússland - 2 stig.

Efstu 10 þjóðirnar komast áfram í úrslitakeppnina á laugardag. Esctoday segir, að niðurstaðan hefði verið nánast sú sama þótt atkvæðin hefðu verið talin án þess að skipta þeim niður á þjóðir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir