Lesendur Eurovision-vefjarins Esctoday.com spá Íslandi sigri í undanúrslitum Eurovision söngvakeppninnar í kvöld. Keppnin, sem sýnd er í Sjónvarpinu, hófst klukkan 19 og er íslenska lagið það 17. og síðasta í röðinni.
Tugir þúsunda tóku þátt í könnun vefjarins sem jafnan hefur reynst afar sannspá um niðurstöður bæði í undanúrslitum og úrslitum. Atkvæðin voru síðan reiknuð út í stig sem hvert land gaf, frá 1 upp í 12 og niðurstaðan varð þessi:
Efstu 10 þjóðirnar komast áfram í úrslitakeppnina á laugardag. Esctoday segir, að niðurstaðan hefði verið nánast sú sama þótt atkvæðin hefðu verið talin án þess að skipta þeim niður á þjóðir.