Íslenska lagið, Je ne sais quoi, keppir í úrslitum Eurovision söngvakeppninnar í Noregi á laugardag en lagið var eitt af tíu sem komst áfram úr fyrri undanúrslitunum í kvöld.
Íslenska lagið var það síðasta, sem kom upp úr umslögunum í kvöld eins og í fyrra. Finnar komust hins vegar ekki í úrslitin en þeim hafði verið spáð úrslitasæti. Þá vakti einnig athygli að Slóvakía komst ekki áfram en laginu þaðan hafði verið spáð velgengni.
Önnur lög sem komust áfram í kvöld voru lögin frá Bosníu & Hersegóvínu, Moldavíu, Rússlandi, Grikklandi, Portúgal, Hvíta-Rússlands, Serbíu, Belgíu og Albaníu
Stigin, sem gefin voru í kvöld, og röð landanna verður birt þegar keppninni lýkur á laugardagskvöld.