Mikil fagnaðarlæti voru í tónleikahöllinni í Bærum, úthverfi Ósló í Noregi, þegar Hera Björk Þórhallsdóttir flutti lagið Je ne sais quoi í kvöld. Flutningurinn tókst afar vel og voru viðtökur áhorfenda afar góðar. Íslandi er spáð sigri í undanúrslitum í kvöld í samkvæmt skoðanakönnun vefjarins esctoday.com.
Kynnar keppninnar sögðu, þegar allir flytjendurnir 17 höfðu flutt lög sín, að allir hefðu á endanum komist til Noregs þrátt fyrir eldfjallaöskuna frá Eyjafjallajökli. Þeir nefndu að vísu ekki nafn eldfjallsins.